Lítil bast taska - aðeins ein í hverjum lit
Haven Rescue Home er heimili í Kenýa fyrir stelpur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna. Anna Þóra Baldursdóttir stofnaði heimilið eftir að hafa verið í sjálfboðastarfi á barnaheimili úti í Kenýa. Fjöldi barnaheimila taka við börnum ungra mæðra en fá þeirra aðstoða bæði móður og barn. Markmið Haven Rescue Home er að gefa stúlkunum og börnum þeirra tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna búa þær og barn þeirra á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til þess að geta sinnt bæði skóla og barni. Með þessu er vítahringur fátæktar brotinn, en flestar stelpnana koma úr fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt.
Þessar vörur eru til styrktar heimilisins og rennur allur ágóði óskertur til þess.