
Prjónarar, heklarar og annað handavinnufólk þekkir vel að hendurnar geta orðið mjög þurrar og þreyttar. Þessi handáburður er snilldarlausn á því vandamáli. Hann er búinn til sérstaklega fyrir handavinnufólk og mýkir og nærir hendurnar vel. Hægt er bæði að kaupa hann með yndislegum lyktum eða lyktalaust fyrir þá sem kjósa það frekar. Einnig er hægt að velja á milli túbu eða stykki í áldós.
Áburðurinn er gerður úr náttúrulegum efnum og er ómissandi fyrir allt handavinnufólk. Tilvalið er að geyma áburðinn í prjónatöskunni, veskinu eða handavinnuhorninu heima.
litlar túbur = 5gr.
stórar túbur= 25gr.
stykki í áldós= 15gr.