Í Peysubókinni eru 40 fjölbreyttar uppskriftir að peysum fyrir konur, karla og börn sem henta bæði þeim sem eru vanir að prjóna og hinum sem hafa minni reynslu af prjónaskap. Peysurnar eru byggðar á norskum munstrum og uppskriftum frá ýmsum tímum. Sumar eru trúar uppruna sínum en aðrar hafa verið hannaðar upp á nýtt fyrir nýja kynslóð.
Höfundar bókarinnar eru þekktir í heimalöndum sínum. Lene Holme Samsøe er prjónahönnuður og hefur gefið út fjölmargar vinsælar prjónabækur í Danmörku. Liv Sandvik Jakobsen er blaðamaður og ljósmyndari í Noregi.
Ingibjörg Eyþórsdóttir þýddi.