• Frí heimsending af pöntunum yfir 12.000kr. •

Prjónapunktar
Prjónapunktar

Prjónapunktar

Verð
4.900 kr
Verð
Útsöluverð
4.900 kr
Einingarverð
per 
Availability
Uppselt

Prjónapunktar er hönnuð með það í huga að halda upplýsingum um verkefni í vinnslu til haga.

Í bókinni Prjónapunktar eru allskyns hagnýtar upplýsingar sem gott er að hafa við hendina þegar prjóna skal flík. t.d. Staðlaðar stærðartöflur og þýðingar á algengum prjónaorðum - bæði enskum og norskum.
Í bókinni eru einnig ýmiskonar form sem viðkomandi fyllir inn í þegar prjónað er. Þannig má halda utan um löngu gleymdar og dýrmætar upplýsingar ef prjóna á t.d. svipaða flík stærri eða minni ogsv.frv.
Í bókinni er form til að halda utan um prjónfestuna, svo ekki þurfi að gera prjónfestu úr sama garninu oftar en einusinni.
Stærðartöflur yfir fólkið sem prjónað er mest á, svo hægt sé að rjúka beint í verkið án þess að mæla viðkomandi aftur og aftur. Það er mjög hentugt að eiga mælingar foreldra sinna og geta komið þeim á óvart með glænýrri flík um jólin án þess að hafa laumupukrast með málband í síðustu heimsókn til þeirra.
Handteiknaðir merkimiðar sem hægt er að klippa út og láta fylgja með flík sem gefin er í gjöf. Með upplýsingum um meðhöndlun og þvott.
Allskyns minnisblöð fyrir ýmislegan tilgang og svo ótal margt fleira.